FÁIR MIÐAR
Bríet
Græni hatturinn
10.01.2025 21:00
Verð frá - 7.500 kr.
Bríet er ein af mest spennandi röddum íslenskrar tónlistar í dag. Með einstaka blöndu af kraftmikilli útgeislun, hrífandi textum og sálríkri rödd nær hún að heilla áhorfendur hvert sem hún fer. Bríet er þekkt fyrir líflega sviðsframkomu, þar sem hún nýtur þess í botn að tengjast áhorfendum og skapa ógleymanlega stemningu á tónleikum sínum. Í þetta sinn stígur hún á svið á Græna Hattinum ásamt hljómborðsleikaranum Magnúsi Jóhanni og trommaranum Bergi Einari. Byrjaðu árið með Bríeti og góðum vinum!