ADHD

Fimt28Okt21:00Fimt23:00ADHD

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

Þrátt
fyrir undarlegt ástand síðustu misseri, þá hafa þeir félagar í ADHD þó
ekki setið auðum höndum, hafa m.a. tekið upp nýtt efni á tilvonandi
plötu, ADHD 8, og spilað á nokkrum tónleikum, nú síðast í Hörpu sem
hluti af vetrardagskrá jazzklúbbsins Múlinn. Á efnisskrá tónleikanna
verða lög, sum glæný, önnur eldri, sum alveg hundgömul. Meðlimir ADHD
eru, Óskar Guðjónsson sem leikur á saxófón, gítarleikarinn Ómar
Guðjónsson, Tómas Jónsson leikur á píanó og trommuleikarinn Magnús
Trygvason Eliassen.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð