Allt í gangi - Uppistand

Fimt30Jan21:00Fimt23:00Allt í gangi - Uppistand

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

Allt í gangi er splunkunýtt
uppistand úr smiðju Jakobs Birgissonar og Jóhanns Alfreðs. Þeir Jakob og Jóhann
taka fyrir almennt dægurþras í bland við persónulegri málefni á skotheldri
kvöldstund.

Jakob Birgisson kom sem
stormsveipur fram á sjónarsviðið síðastliðið haust með frumraun sinni,
sýningunni Meistari Jakob sem um tvö þúsund gestir sóttu. Síðan þá hefur Jakob
haft gamanmál að atvinnu og skemmt fólki um land allt. Jakob skrifar um þessar
mundir Áramótaskaupið 2019.

Jóhann Alfreð hefur skemmt
stórum hluta þjóðarinnar í yfir tíu ár með uppistandshópnum Mið-Íslandi en
sýningar hópsins eru orðnar hátt í fimmta hundruð talsins.

Sjón er sögu
ríkari!

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð