Grísalappalísa og DJ Flugvél og Geimskip

Fimt12Mar21:00Grísalappalísa og DJ Flugvél og Geimskip

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00

Upplýsingar

Í tilefni af útgáfu þriðju breiðskífu Grísalappalísu sem ber heitið Týnda rásin hyggst sveitin heimsækja Græna Hattinn í hinsta sinn. Sveitin hefur verið þekkt sem ein fremsta tónleikasveit landsins og lofar að svanasöngurinn verði í senn magnaður og ægilegur.

Hljómsveitin Grísalappalísa kom sem stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf árin 2013 og 2014 með plötunum Ali og Rökréttu framhaldi. Eftir langt og strangt sköpunarferli hefur Týnda rásin, þriðja og síðasta breiðskífa sveitarinnar, litið dagsins ljós. Týndarásin er bylgjulengdin sem enginn stillir á, útvarpsstöðin er falin á tíðni sem þú nærð ekki sambandi við, útsending út í tómið. Hún er bergmálshellir. Þangað villist þú og hverfur niður, ef til vill að einhverju leyti af eigin ásetningi.

Á tónleikunum mun Grísalappalísa flytja Týndu rásina í heild sinni. Þetta eru útgáfutónleikar Týndu rásarinnar en jafnframt lokatónleikar sveitarinnar. Því mega áhorfendur búa sig undir veglega dagskrá – rokk og ról geðveiki, tilfinningum og nostalgíu sem verður aldrei leikin eftir.

Einstaka töfrakonan og raftónlistarsnillingurinn Dj Flugvél og Geimskip mun sjá um upphitun. Dj flugvél og geimskip gaf út þriðju breiðskífu sína, Our Atlantis, á liðnu ári.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð