Magga Stína flytur lög og ljóð Megasar ásamt hljómsveit skipaðri tónlistarmönnum úr fremstu röð á Græna Hattinum 11. september.
Það
eru þeir Matthías Hemstock, Jakob Smári Magnússon, Daníel Friðrik
Böðvarsson og Tómas Jónsson sem munu láta ljós sitt skína með Möggu
Stínu á þessum tónleikum.
Tónlist
Megasar skipar einstakan sess í íslenskri þjóðarvitund og framlag hans
til íslenskrar tónlistarsögu og textagerðar er í einu orði ómetanlegt. Á
þessum tónleikum hljóma lög hans og ljóð af löngum og ævintýralega
fjölbreyttum ferli – eins og Fílahirðinn frá Súrín, Gamli sorrí Gráni,
Tvær stjörnur, auk þess sem flutt verða lög Megasar við nokkra
Passíusálma Hallgríms Péturssonar.
Látið ekki þennan einstaka viðburð framhjá ykkur fara.