Mugison

Fös12Nóv21:00Mugison

Klukkan

(Föstudagur) 21:00

Upplýsingar

Tónlistarhópurinn Cauda Collective og Mugison taka höndum saman í tilefni að 10 ára útgáfuafmæli hljómplötunnar „Haglél“.
Tónleikarnir fara fram á Græna hattinum föstudaginn 12. nóvember og laugardaginn 13. nóvember kl. 21:00.
Hópurinn mun flytja lögin á plötunni Haglél
og þetta eru allt nýjar útsetningar fyrir klassísk hljóðfæri unnar af hljóðfæraleikurunum í Cauda Collective ásamt Mugison sjálfum.
Cauda Collective er hópur skapandi tónlistarflytjenda sem leita út fyrir rammann í tónlistarflutningi sínum. Hlutverki flytjandans er ögrað, hann semur líka tónlist, útsetur, spinnur, vinnur þvert á miðla. Hópurinn leitar nýrra leiða til að túlka gamla tónlist, stundum með hjálp annarra listforma. Einnig er unnið náið með tónskáldum og lögð áhersla á að frumflytja ný tónverk. Hópurinn tekur á sig ýmsa mynd, stækkar og teygir sig í allar áttir, en að þessu sinni eru flytjendur Sigrún Harðardóttir fiðluleikari, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari, Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari, Borgar Magnason bassaleikari, Grímur Helgason klarínettuleikari og Matthías Hemstock slagverksleikari ásamt Mugison.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *