SKÁLMÖLD

Fös22Júl21:00Fös23:30SKÁLMÖLD

Klukkan

(Föstudagur) 21:00 - 23:30

Upplýsingar

SKÁLMÖLD VAKNAR ÚR DVALA

Þungarokkssveitin Skálmöld hefur legið í dvala frá árinu 2019 og voru síðustu tónleikarnir hljóðritaðir og gefnir út, Skálmöld 10 Year Anniversary – Live In Reykjavík. Ólíkt öðru listafólki á svipuðum tíma var pásan skipulögð en óhjákvæmilega fylgdu margir í kjölfarið þegar heimsfaraldurinn skall á.

En nú vaknar risinn á ný.

Skálmaldarmenn hafa safnað orku fyrir næsta kafla og halda á sex vikna Evróputúr fyrir jólin. Áður en að því kemur hyggjast sexmenningarnir spila hérlendis og er dagskráin sem hér segir:

22. júlí: Græni hatturinn, Akureyri.
23. júlí: Bræðslan, Borgarfjörður Eystri.
28. okt: Eldborg, Reykjavík

Miðarnir seljast hratt og nú þegar uppselt á einhverja viðburði. Því er óhætt að mæla með því að fólk tryggi sér aðgang ekki síðar en strax.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð