Skepna, Lost og Nýríki Nonni

Fös29Nóv22:00Skepna, Lost og Nýríki Nonni

Klukkan

(Föstudagur) 22:00

Upplýsingar

UZZ ÞETTA VERÐUR EITTHVAÐ !!!!!
Takið kvöldið frá og spennið á ykkur gaddabeltin , menn komnir af léttasta skeiði ætla að spíta í lófana og sína það og sanna að rokkið lifir svo lengi sem hjartað slær.

Þann 28.nóvember ætla að leiða saman hesta sína á Græna hattinum þrjár hljómsveitir sem allar eru í rokkaðri kantinum.
Þetta eru hljómsveitirnar LOST frá Akureyri sem sendi frá sér plötuna „Fastir í fegurðinni“ á síðasta ári.
Hinar tvær hljómsveitirnar koma af höfuðborgarsvæðinu.
Það er annars vegar rokkhundarnir í Skepnu sem gaf nýlega út plötuna „Dagar heiftar og heimsku“ og hins vegar hljómsveitin Nýríki Nonni sem einnig er ný búin að senda frá sér plötu sem heitir „För“.
Það má búast við kraftmiklu kvöldi þar sem rokkið mun ráða ríkjum.

Forsalan er hafin á grænihatturinn.is

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð