The Vintage Caravan spila á Græna Hattinum 15. Júlí næstkomandi!
Hljómsveitin er að spila á mörgum stærstu rokk hátíðum í Evrópu í sumar, þar á
meðal Graspop og Hellfest. Fimmta breiðskífa sveitarinnar, “Monuments” var mjög
vel tekið og lenti meðal annars ofarlega á vinsældarlistum í Bandaríkjunum,
Þýskalandi og Sviss, einnig var hún tilnefnd til þriggja verðlauna á Íslensku
Tónlistarverðlaununum. The Vintage Caravan fluttu nýverið Lifun í heild sinni í
Eldborg með eftirlifandi meðlimum Trúbrots og var afar vel tekið í þá
hljómleika.
Ekki missa af þessu tækifæri til að sjá eitt öflugasta tónleikaband
landsins!
Hljómsveitin Blóðmör sem sigraði Músíktilraunir 2019 mun sjá um
upphitun