Þuríður Sigurðardóttir

Fös25Okt22:00Þuríður Sigurðardóttir

Klukkan

(Föstudagur) 22:00

Staðsetning

Græni Hatturinn

Hafnarstræti 86

Upplýsingar

Þuríður Sigurðardóttir á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana, sem eru ættarfylgja. Hún sló í gegn 16 ára þegar hún söng inn á plötu með Lúdó og Stefáni. Stuttu seinna var henni boðið í Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, sem var fastráðin veitingastaðnum Röðli. Þar söng hún sex daga vikunnar ásamt Vilhjálmi Vilhjálmssyni og seinna með Pálma Gunnarssyni. Hljómsveitin gerði nokkra útvarps- og sjónvarpsþætti og Þuríður varð ein þekktasta söngkona landsins. Hún söng inn á sólóplötur, gerði eina plötu með föður sínum Sigurði Ólafssyni, tvær plötur með Pálma Gunnarssyni og eina með Ragnari Bjarnasyni. Þuríður söng með Hljómsveit Jóns Páls Bjarnsonar, stofnaði hljómsveitina Islandia, söng með Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og var í Sumargleðihópnum. Hún hefur starfað með fleiri hljómsveitum og sungið inn á nokkrar plötur til viðbótar. Samt ætlaði hún aldrei að verða söngkona – þetta gerðist einfaldlega fyrir hreina tilviljun.

Þegar Þuríður varð sjötug í ársbyrjun 2019 og 50 ár voru liðin frá því að fyrsta sólóplata hennar, með lögunum Ég á mig sjálf og Ég ann þér enn, kom út fagnaði hún tímamótunum með tónleikum í Bæjarbíói. Miðarnir seldust upp á skömmum tíma og eftirspurnin var slík að hún efndi til aukatónleika. Mjög góður rómur var gerður að tónleikunum enda er Þuríður í fantagóðu formi og syngur betur en nokkru sinni fyrr. Vegna fjölda áskorana hefur Þuríður ákveðið að halda fleiri tónleika og koma fram í Salnum í Kópavogi og á Græna hattinum á Akureyri, með sama mannskap og í Bæjarbíói. Það verður enginn svikinn af tónleikum með Þuríði og hennar fólki.

Hljóðfæraleikarar:
Pálmi Sigurhjartarson,
Benedikt Brynleifsson,
Gunnar Hrafnsson,
Grímur Sigurðsson
og Hjörleifur Valsson

Gestasöngvari:
Sigurður Helgi Pálmason

Forsalan hefst föstudaginn 10.maí á tix.is og grænihatturinn.is

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð