Una Torfa

Fimt13Apr21:00Fimt23:00Una Torfa

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

Söngvaskáldið Una Torfa er fædd árið 2000. Una semur og spilar ljúfsár lög
á íslensku um ástina og lífið og gaf hún út sína fyrstu plötu í júní árið 2022.
Textar Unu eru fjölbreyttir og taka á ýmsum hliðum margslunginna tilfinninga.
Hún fangar nákvæmar tilfinningar og kemur þeim í orð, finnur lítil augnablik og
hverfular hugmyndir og festir þær í textum.

Á liðnu ári hefur Una komið
víða fram, sem dæmi má nefna tónleika hennar í Iðnó á Iceland Airwaves,
framkomur í Vikunni með Gísla Marteini við þrjú tilefni, tvenna tónleika á
Akureyri og fjölmörg önnur gigg. Una Torfa hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna
sína „Flækt og týnd og einmana“.

Una kemur fram ásamt Hafsteini Ceastone og tónleikar verða að sögustund.

 

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð