Una Torfa
Fimt13Apr21:00Fimt23:00Una Torfa21:00 - 23:00
Versla miða
Klukkan
(Fimtudagur) 21:00 - 23:00
Upplýsingar
Söngvaskáldið Una Torfa er fædd árið 2000. Una semur og spilar ljúfsár lög á íslensku um ástina og lífið og gaf hún út sína fyrstu plötu í júní árið 2022.
Upplýsingar
Söngvaskáldið Una Torfa er fædd árið 2000. Una semur og spilar ljúfsár lög
á íslensku um ástina og lífið og gaf hún út sína fyrstu plötu í júní árið 2022.
Textar Unu eru fjölbreyttir og taka á ýmsum hliðum margslunginna tilfinninga.
Hún fangar nákvæmar tilfinningar og kemur þeim í orð, finnur lítil augnablik og
hverfular hugmyndir og festir þær í textum.
Á liðnu ári hefur Una komið
víða fram, sem dæmi má nefna tónleika hennar í Iðnó á Iceland Airwaves,
framkomur í Vikunni með Gísla Marteini við þrjú tilefni, tvenna tónleika á
Akureyri og fjölmörg önnur gigg. Una Torfa hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna
sína „Flækt og týnd og einmana“.
Una kemur fram ásamt Hafsteini Ceastone og tónleikar verða að sögustund.
Meira